10.5.2012 | 22:21
10 Kg farin
Hjóla Geiri gerir meira en að hjóla.
Síðastliðið haust tók ég mig á, endurskoðaði matinn og fór að synda. Ég syndi ca 2 til 3 sinnum í viku, ca 1000 til 1200 metra í hvert skipti. Auðvitað var ég móður og másandi eftir fyrstu 200 metrana í byrjun og lét það duga til að byrja með í hvert skipti. Þolið óx furðu hratt og núna tek ég 1200 metra á ca 34 mín.
"Snakkus" (sælgætis / sykur púkinn í maganum mínum) er því sen næst þagnaður. Andlát hans verður tilkynnt síðar. Þegar nammið býðst þá fær ég mér (já, sjaldan hef ég flotinu neitað, eða þannig sko).
Sykrað gos og nammi er ekki á innkaupalistanum þegar verslað er í matinn. Hafragrautur með kanilsykri og rúsínum er vinsæll og Nuop létt með ávöxtum úr blandaranum er í uppáhaldi. Brauð er á undanhaldi ásamt unnum kjötvörum. Eldamennskan er einföld þessa dagana.
Það eru góð 10 kg farin og stefnt á að taka ca 2 til 3 í viðbót fyrir haustið. Sjá meðfylgjandi mynd af þyngdartapinu en það eru jól og áramót sem bæta hressilega í en það er fljótlega lagað. (Maður má ekki kvarta undan Hótel Mömmu). Ef myndin kemur ekki nægjanlega vel út þá var þyngdin í 92,7 í lok ágúst en er núna í byrjun maí að klóra í 82 kg.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.