Laugardagsferð með Hjóla Hrönn í Grafarvog, Mosó og kringum Úlfarsfell - 19 maí 2012

Ég fór úr Vesturbænum um 9:30 og var kominn í Fellsmúlan að hitta Hrönn systur kl 10.  Síðan var lagt af stað áleiðis uppí Grafarvog en fyrst var komið við á bensínstöð til að yfirfara loftþrýstinginn í dekkjunum.

Veðrið var mjög gott en nokkur mótvindur var á leiðinni í gegnum Grafarvoginn og upp í Mosó.  Í Grafarvognum þeysti Hrönn á undan mér upp brekkuna sem liggur upp af Gullinbrú þar sem hún ætlaði að kaupa nesti á bensínstöðinni.  Ég náði henni  fljótlega en eftir innkaupin kom í ljós að hún hafði gleymt lykklunum heima, sennilrga í skránni á hjólageymslunni.  Hjólið læst og engin lykill.  Nú voru góð ráð dýr.

Hrönn fékk CUBE fákinn minn lánaðan, þeysti heim til fyrverandi, og náði í aukalykkla, svo  heim til sín og var komin tl baka á innan við 45 mín með lykil að hjólinu sínu.  Lykklarnir sem gleymdust komu svo í leitirnar um köldið en samviskusamur nágranni hafði geymt lykklana.

Áfram var haldið uppí Mosó, gegnum yndælis skóg og upp með Álafoss læknum.  Eitthvað fórum að villast og okkur datt það „snjallræði“ að fara yfir Álafoss lækinn.  Steinarnir voru gler hálir og við blotnuðum bæði í fæturnar en duttun ekki.  Sannkölluð svaðilför.

Áfram var haldið og röng leið valin til að komast framhjá Úlfarsfellinu.  Fórum hestaslóð sem var mjög gróf, mun lengri og þurftum við að leiða hjólin smá spöl.  Loks náðum við uppá veg við afleggaran að Hafravatni.

Þá var klukkan orðin 13:50 og tími kominn til þess að drífa síg aftur heim.  Eftir smá brekku meðfram Úlfarsfellinu lá leiðin að mestu niður ávið og með vindinn í bakið. 

Ég komst í Vesturbæinn á 1 klst og 10 mínútum frá Úlfarsfellinu.  Þá voru komnir 45 km á mælinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, andvarp, kennir manni að glenna sig minna framan í myndavélina og passa betur upp á lyklana... Við tökum einhvern rólegan túr í ágúst, þegar þú mátt fara að hreyfa þig aftur eftir viðbeinsbrotið.

Hjóla-Hrönn, 27.5.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjóla-Geiri

Höfundur

Geir Harðarson
Geir Harðarson
Geir hjólar og hjólar!

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Talað í síman á fullri ferð
  • Radison Blu býður uppá hjól
  • Finndu eitt hjól á þessari mynd
  • IMG_7277
  • Áhugaverð hjólafesting

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband