Hjóla-Geiri heimsækir Malmö í Svíþjóð

Hjóla-Geiri gerði víðreist um síðustu helgi og fór til Malmö í Svíþjóð með vinnufélögunum.  Að sjálfsögðu voru hjólreiðamálin tekin út einsog sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Fyrstu niðurstöður gefa til kynna mun meiri „Metro“ hjólreiðamenningu en minna „Sport“ einsog á Íslandi.  Það eru næstum því allir á hvunndags klæðunum og lítið um spandex alla vegana dags daglega.  Hjálma notkun er innan við 10% og nær öll hjólin voru götuhjól með allt frá 0 til 7 gíra. 

Ástand hjólana var allt frá því að vera splunkuný niður í áratuga gamlar ryðgrindur.  Meðalhraðinn var lágur og enginn hasar að komast áfram heldur leið fólk þetta áfram án þess að vera að erfiða.  Stýriskörfur eru á flestum hjólum og óspart notaðar undir farangur. 

Hótelið okkar bauð uppá reiðhjól til láns án endurgjalds.  Nokkuð til eftirbreyttni fyrir hótel á Íslandi. 

Það eru nokkrar reiðhjólaverslanir í Malmö en sú sem ég skoðaði stóðst samanburð við Örninn einsog kaupfélag úti á landi við Kringluna.  Að vísu frétti ég af alvöru verslun seint síðasta daginn sem átti að vera með allan pakkan en ekki gafst tækifæri að skoða hana.

Talað í síman á fullri ferð 

Mikið af hjólum í Malmö

Hjóli lagt við ljósastaur 

IMG_7032

IMG_7095 

IMG_7096 

Nýtt hjól 

Áhugaverð hjólafesting 

IMG_7277 

Finndu eitt hjól á þessari mynd

Radison Blu býður uppá hjól 


50 km ferð - Vesturbær - Mosó - Úlfarfell - 2 september 2012

Frábært hjólaveður var á sunnudaginn og tilvalið að fara í æfingatúr áður en lagt verður í Haustlitaferðina með Fjallahjólaklúbbnum.  Ég þurfti endilega að vita hvort að ég hefði 50 km hjólatúr af á skikkanlegum tíma.

Leið lá frá Reynimel um Ægissíðu, kringum Kársnesið, uppá Digranes hæðina aka Víghól, yfir í Elliðarárdalinn, yfir í Grafarvog í gegnum Bryggjuhverfið (undir Gullinbrú) og upp í Mosó.  Síðan lá leið upp Hafravatnsveg, framhjá Úlfarsfelli, yfir í Grafarholtið, framhjá Húsasmiðjunni, Vínlandsleið niður í Grafarvoginn og aftur undir Gullinbrú. 

Ég þurfti að kaupa í matinn svo að ég fór í Holtagarða og áfram niður Sæbrautina framhjá Hörpunni en þegar þangað var komið voru hnén aðeins farin að kvarta svo að ég sleppti því að fara út á Seltjarnarnes.

Hjólið var nokkuð vel lestað enda stóra myndavélin með í för og nesti ásamt forláta kaffibrúsa úr stáli.

Hjóla-Geir er klár í Haustlitaferðina. 

Sjá myndir úr ferðinni:

Fyrsta stopp var smá myndataka á Ægissíðunni.

Ægissíðan

Fyrsta kaffipásan afstaðin í Kópavogi.

Kópavogur

CUBE fákurinn hefur staðið sig frábærlega.

CUBE fákurinn fær pásu í Kópavogi

Víghóll - efsti hluti Kópavogsbæjar á Digraneshæð.

Hjóla Geiri á Víghól

CUBE fákurinn á Víghól.

CUBE fákurinn á Víghól

Grafarvogur - Gufunes.

Grafarvogur - Gufunes

Myndirnar eru teknar á sama stað með mismunandi sjónarhorni.

Grafarvogur - Gufunes hið fallega

Smá listrænar pælingar og hjóla jakkinn lagður til þerris.

Hjóla jakki lagður til þerris

Enn frekari listærnar pælingar.

Bekkur og harðir skuggar

 Klassískur staður til að stoppa og taka mynd (svona til sönnunar - I was there....) 

Á leið framhjá Hafravatni  Síðasta kaffipásan, nestið klárað og haldið heim á leið.

Hjóla Geiri með Úlfarsfellið í bakgrunni 


Hjóla-Geir - "back in business" - 19 ágúst 2012

Eftir viðbeinsbrot í lok maí hefur ekki verið hjólað fyrr en í dag.   

Skrapp í smá ferð út Ægissíðuna og yfir í Fossvogsdalinn og til baka til þess að prófa öxlina.  Allt reyndist í lagi en eftir er að taka lengri og erfiðari ferð.

Ég mun fara í smá ferðir til þess að þjálfa mig upp svo verður hjólað í vinnuna, þriðjudagsferðir og svo laugardagsferðir í vetur.

Hjóla Geiri


Laugardagsferð með Hjóla Hrönn í Grafarvog, Mosó og kringum Úlfarsfell - 19 maí 2012

Ég fór úr Vesturbænum um 9:30 og var kominn í Fellsmúlan að hitta Hrönn systur kl 10.  Síðan var lagt af stað áleiðis uppí Grafarvog en fyrst var komið við á bensínstöð til að yfirfara loftþrýstinginn í dekkjunum.

Veðrið var mjög gott en nokkur mótvindur var á leiðinni í gegnum Grafarvoginn og upp í Mosó.  Í Grafarvognum þeysti Hrönn á undan mér upp brekkuna sem liggur upp af Gullinbrú þar sem hún ætlaði að kaupa nesti á bensínstöðinni.  Ég náði henni  fljótlega en eftir innkaupin kom í ljós að hún hafði gleymt lykklunum heima, sennilrga í skránni á hjólageymslunni.  Hjólið læst og engin lykill.  Nú voru góð ráð dýr.

Hrönn fékk CUBE fákinn minn lánaðan, þeysti heim til fyrverandi, og náði í aukalykkla, svo  heim til sín og var komin tl baka á innan við 45 mín með lykil að hjólinu sínu.  Lykklarnir sem gleymdust komu svo í leitirnar um köldið en samviskusamur nágranni hafði geymt lykklana.

Áfram var haldið uppí Mosó, gegnum yndælis skóg og upp með Álafoss læknum.  Eitthvað fórum að villast og okkur datt það „snjallræði“ að fara yfir Álafoss lækinn.  Steinarnir voru gler hálir og við blotnuðum bæði í fæturnar en duttun ekki.  Sannkölluð svaðilför.

Áfram var haldið og röng leið valin til að komast framhjá Úlfarsfellinu.  Fórum hestaslóð sem var mjög gróf, mun lengri og þurftum við að leiða hjólin smá spöl.  Loks náðum við uppá veg við afleggaran að Hafravatni.

Þá var klukkan orðin 13:50 og tími kominn til þess að drífa síg aftur heim.  Eftir smá brekku meðfram Úlfarsfellinu lá leiðin að mestu niður ávið og með vindinn í bakið. 

Ég komst í Vesturbæinn á 1 klst og 10 mínútum frá Úlfarsfellinu.  Þá voru komnir 45 km á mælinn.

 


Þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins 22 maí 2012 - Grafarvogur

 13 manns mættu í Þriðjudagsferðina að þessu sinni.  Farið var í gegnum íbúðabyggðina í Vogunum eftir stígum, upp í Grafarvog og alla leið til Korpúlfsstaða að klúbbhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur.

Við stoppuðum í skóginum við Grafarvoginn og stöldruðum við í fuglaskoðunarskýlinu.  Þar flippaði einn ferðafélaginn og brá sér í líki torkennilegs fugls svo ekki sé meira sagt en myndirnar segja sína sögu.

Leiðin alls var um 35 km, að heiman og aftur heim.  Góð ferð og maður finnur að þrekið er að aukast og Þriðjudagsferðirnar að lengjast sem er hið besta mál.  Einnig hjólaði ég í vinnuna þennan dag um 8 km þannig að dagurinn gerði um 43 km.

Góð reynsla er komin á CUBE fákinn minn og kílómetramælirinn fór yfir 500 km markið á leiðinni heim við Laugaveg 73. Það eru um það bil 5 vikur síðan ég byrjað að hjóla sem gera um 100 km á viku og Hjóla Geiri er rétt að byrja!

Hópurinn samankominn við Fjölskyldu og húsdýragarðinn

DSC02250

Hjóla Hrönn og Ursula

DSC02259

Furðufuglinn gerði vart við sig í Grafarvoginum

DSC02264

DSC02271

Hjóla Geiri á Korpúlfsstöðum

DSC02280

500 Km komnir á CUBE fákinn

DSC02291 


Hjóla-Geiri tekur smá rúnt á hjólinu

Frídagur í dag og tilvalið að taka smá rúnt á hjólinu.

Fór Ægissíðuna, inn Fossvoginn, yfir Kópavogshæðina, út á Kársnes og sömu leið til baka.

Ferðin tók 1 klst og 45 mín með pásum en meðalhraði var um 18 km og alls voru farnir um ca 19 km.

Þetta er einstaklega falleg og auðfarin leið (smá puð upp Kópavogshæðina).

 

 DSC02233

 

DSC02224


Þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins 15 maí 2012 - Kópavogsdalur

Enn mætir Hjóla-Geiri í Þriðjudagsferðirnar.

Nú var farið frá Húsdýragarðinum upp í gegnum Vogana, yfir á Sogaveg, niður Stjörnugróf og upp í Kópavog og framhjá Digraneskirkju. Einn af ferðafélögunum bauð okkur uppá með kaffinu á sínum vinnustað í Kópavoginum og þar var áð.

Síðan var haldið niður eftir Kópavogsdalnum, út á Kársnes og til baka um Fossvoginn. Þar lauk skipulagðri ferð og hver og einn fór sína leið.

Þegar heim var komið voru komnir 26 km á hraðamælirinn en um daginn hafði ég hjólað ca 8 km í vinnuna og til baka. Dagurinn gerði sem sagt 34 km.

Leiðin um Kópavog var einstaklega falleg og það er gott að hjóla í Kópavogi :-)

 DSC02211 

 

DSC02212 

 

DSC02213 

 

DSC02216 


10 Kg farin

Hjóla Geiri gerir meira en að hjóla.

Síðastliðið haust tók ég mig á, endurskoðaði matinn og fór að synda. Ég syndi ca 2 til 3 sinnum í viku, ca 1000 til 1200 metra í hvert skipti. Auðvitað var ég móður og másandi eftir fyrstu 200 metrana í byrjun og lét það duga til að byrja með í hvert skipti. Þolið óx furðu hratt og núna tek ég 1200 metra á ca 34 mín.

"Snakkus" (sælgætis / sykur púkinn í maganum mínum) er því sen næst þagnaður.  Andlát hans verður tilkynnt síðar.  Þegar nammið býðst þá fær ég mér (já, sjaldan hef ég flotinu neitað, eða þannig sko).

Sykrað gos og nammi er ekki á innkaupalistanum þegar verslað er í matinn. Hafragrautur með kanilsykri og rúsínum er vinsæll og Nuop létt með ávöxtum úr blandaranum er í uppáhaldi. Brauð er á undanhaldi ásamt unnum kjötvörum. Eldamennskan er einföld þessa dagana.

Það eru góð 10 kg farin og stefnt á að taka ca 2 til 3 í viðbót fyrir haustið. Sjá meðfylgjandi mynd af þyngdartapinu en það eru jól og áramót sem bæta hressilega í en það er fljótlega lagað. (Maður má ekki kvarta undan Hótel Mömmu). Ef myndin kemur ekki nægjanlega vel út þá var þyngdin í 92,7 í lok ágúst en er núna í byrjun maí að klóra í 82 kg.

 

Viktin 


Þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins 8 maí 2012 - Breiðholt

Enn ein 32 km ferðin og nú uppí Breiðholt undir farsælli leiðsögn hennar Kristjönu. Viðburðarlítil ferð nema að mér var dálítið kalt á fingrunum og svo snjóaði, takk fyrir.

Smá áminning um að veðrið á Íslandi breytist hratt. Eina stundina blankandi logn og blíða og snjókoma þá næstu.  Alltaf að búa sig vel og hafa auka hanska og fatnað meðferðis.  Þetta lærist.

Hópurinn

 


DSC02198

 

Hjóla Hrönn systir 


Pick'nick og 30 km hjólatúr að baki

Kristy bauð mér í hjólatúr og Pick'nick eftir hádegið í dag.

Við ætluðum að hittast við Laugardalslaug kl 14:30 og halda síðan áleiðis upp eftir Elliðaárdalnum og sjá til hvað við (aðallega ég) myndum endast. Hún ætlaði að plata mig til þess að fara "alla leið" upp að Rauðavatni en ég sé á kortinu að við áttum innan við 1 km ófarið að Rauðavatni þegar við viltumst, snérum við, fundum okkur rólegan blett og fengum okkur að borða.

Lítill var friðurinn þar sem ég þurfti endilega að tala við alla thailendingana sem voru á ferð um svæðið í leit að jurtum í matinn. Kristy var íslendingurinn, ég var útlendingurinn í viðræðunum við thailendingana.

Eftir að hafa borðað nestið fórum við í heitu pottana í Árbæjarlaug. Síðan lá leiðin niður eftir dalnum og sló ég hraðamet á leiðinni niður Rafstöðarveginn og náði 45,5 km hraða.

Ég var kominn heim um sjöleitið og ca 30 km að baki / 5 klst í góðum félagsskap.

Hjóla Geiri í Elliðarárdal


Næsta síða »

Um bloggið

Hjóla-Geiri

Höfundur

Geir Harðarson
Geir Harðarson
Geir hjólar og hjólar!

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Talað í síman á fullri ferð
  • Radison Blu býður uppá hjól
  • Finndu eitt hjól á þessari mynd
  • IMG_7277
  • Áhugaverð hjólafesting

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband