Hjóla-Geiri heimsækir Malmö í Svíþjóð

Hjóla-Geiri gerði víðreist um síðustu helgi og fór til Malmö í Svíþjóð með vinnufélögunum.  Að sjálfsögðu voru hjólreiðamálin tekin út einsog sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Fyrstu niðurstöður gefa til kynna mun meiri „Metro“ hjólreiðamenningu en minna „Sport“ einsog á Íslandi.  Það eru næstum því allir á hvunndags klæðunum og lítið um spandex alla vegana dags daglega.  Hjálma notkun er innan við 10% og nær öll hjólin voru götuhjól með allt frá 0 til 7 gíra. 

Ástand hjólana var allt frá því að vera splunkuný niður í áratuga gamlar ryðgrindur.  Meðalhraðinn var lágur og enginn hasar að komast áfram heldur leið fólk þetta áfram án þess að vera að erfiða.  Stýriskörfur eru á flestum hjólum og óspart notaðar undir farangur. 

Hótelið okkar bauð uppá reiðhjól til láns án endurgjalds.  Nokkuð til eftirbreyttni fyrir hótel á Íslandi. 

Það eru nokkrar reiðhjólaverslanir í Malmö en sú sem ég skoðaði stóðst samanburð við Örninn einsog kaupfélag úti á landi við Kringluna.  Að vísu frétti ég af alvöru verslun seint síðasta daginn sem átti að vera með allan pakkan en ekki gafst tækifæri að skoða hana.

Talað í síman á fullri ferð 

Mikið af hjólum í Malmö

Hjóli lagt við ljósastaur 

IMG_7032

IMG_7095 

IMG_7096 

Nýtt hjól 

Áhugaverð hjólafesting 

IMG_7277 

Finndu eitt hjól á þessari mynd

Radison Blu býður uppá hjól 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjóla-Geiri

Höfundur

Geir Harðarson
Geir Harðarson
Geir hjólar og hjólar!

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Talað í síman á fullri ferð
  • Radison Blu býður uppá hjól
  • Finndu eitt hjól á þessari mynd
  • IMG_7277
  • Áhugaverð hjólafesting

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband