3.9.2012 | 21:30
50 km ferð - Vesturbær - Mosó - Úlfarfell - 2 september 2012
Frábært hjólaveður var á sunnudaginn og tilvalið að fara í æfingatúr áður en lagt verður í Haustlitaferðina með Fjallahjólaklúbbnum. Ég þurfti endilega að vita hvort að ég hefði 50 km hjólatúr af á skikkanlegum tíma.
Leið lá frá Reynimel um Ægissíðu, kringum Kársnesið, uppá Digranes hæðina aka Víghól, yfir í Elliðarárdalinn, yfir í Grafarvog í gegnum Bryggjuhverfið (undir Gullinbrú) og upp í Mosó. Síðan lá leið upp Hafravatnsveg, framhjá Úlfarsfelli, yfir í Grafarholtið, framhjá Húsasmiðjunni, Vínlandsleið niður í Grafarvoginn og aftur undir Gullinbrú.
Ég þurfti að kaupa í matinn svo að ég fór í Holtagarða og áfram niður Sæbrautina framhjá Hörpunni en þegar þangað var komið voru hnén aðeins farin að kvarta svo að ég sleppti því að fara út á Seltjarnarnes.
Hjólið var nokkuð vel lestað enda stóra myndavélin með í för og nesti ásamt forláta kaffibrúsa úr stáli.
Hjóla-Geir er klár í Haustlitaferðina.
Sjá myndir úr ferðinni:
Fyrsta stopp var smá myndataka á Ægissíðunni.
Fyrsta kaffipásan afstaðin í Kópavogi.
CUBE fákurinn hefur staðið sig frábærlega.
Víghóll - efsti hluti Kópavogsbæjar á Digraneshæð.
CUBE fákurinn á Víghól.
Grafarvogur - Gufunes.
Myndirnar eru teknar á sama stað með mismunandi sjónarhorni.
Smá listrænar pælingar og hjóla jakkinn lagður til þerris.
Enn frekari listærnar pælingar.
Klassískur staður til að stoppa og taka mynd (svona til sönnunar - I was there....)
Síðasta kaffipásan, nestið klárað og haldið heim á leið.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.