50 km ferð - Vesturbær - Mosó - Úlfarfell - 2 september 2012

Frábært hjólaveður var á sunnudaginn og tilvalið að fara í æfingatúr áður en lagt verður í Haustlitaferðina með Fjallahjólaklúbbnum.  Ég þurfti endilega að vita hvort að ég hefði 50 km hjólatúr af á skikkanlegum tíma.

Leið lá frá Reynimel um Ægissíðu, kringum Kársnesið, uppá Digranes hæðina aka Víghól, yfir í Elliðarárdalinn, yfir í Grafarvog í gegnum Bryggjuhverfið (undir Gullinbrú) og upp í Mosó.  Síðan lá leið upp Hafravatnsveg, framhjá Úlfarsfelli, yfir í Grafarholtið, framhjá Húsasmiðjunni, Vínlandsleið niður í Grafarvoginn og aftur undir Gullinbrú. 

Ég þurfti að kaupa í matinn svo að ég fór í Holtagarða og áfram niður Sæbrautina framhjá Hörpunni en þegar þangað var komið voru hnén aðeins farin að kvarta svo að ég sleppti því að fara út á Seltjarnarnes.

Hjólið var nokkuð vel lestað enda stóra myndavélin með í för og nesti ásamt forláta kaffibrúsa úr stáli.

Hjóla-Geir er klár í Haustlitaferðina. 

Sjá myndir úr ferðinni:

Fyrsta stopp var smá myndataka á Ægissíðunni.

Ægissíðan

Fyrsta kaffipásan afstaðin í Kópavogi.

Kópavogur

CUBE fákurinn hefur staðið sig frábærlega.

CUBE fákurinn fær pásu í Kópavogi

Víghóll - efsti hluti Kópavogsbæjar á Digraneshæð.

Hjóla Geiri á Víghól

CUBE fákurinn á Víghól.

CUBE fákurinn á Víghól

Grafarvogur - Gufunes.

Grafarvogur - Gufunes

Myndirnar eru teknar á sama stað með mismunandi sjónarhorni.

Grafarvogur - Gufunes hið fallega

Smá listrænar pælingar og hjóla jakkinn lagður til þerris.

Hjóla jakki lagður til þerris

Enn frekari listærnar pælingar.

Bekkur og harðir skuggar

 Klassískur staður til að stoppa og taka mynd (svona til sönnunar - I was there....) 

Á leið framhjá Hafravatni  Síðasta kaffipásan, nestið klárað og haldið heim á leið.

Hjóla Geiri með Úlfarsfellið í bakgrunni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjóla-Geiri

Höfundur

Geir Harðarson
Geir Harðarson
Geir hjólar og hjólar!

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Talað í síman á fullri ferð
  • Radison Blu býður uppá hjól
  • Finndu eitt hjól á þessari mynd
  • IMG_7277
  • Áhugaverð hjólafesting

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband