6.5.2012 | 20:20
Pick'nick og 30 km hjólatúr að baki
Kristy bauð mér í hjólatúr og Pick'nick eftir hádegið í dag.
Við ætluðum að hittast við Laugardalslaug kl 14:30 og halda síðan áleiðis upp eftir Elliðaárdalnum og sjá til hvað við (aðallega ég) myndum endast. Hún ætlaði að plata mig til þess að fara "alla leið" upp að Rauðavatni en ég sé á kortinu að við áttum innan við 1 km ófarið að Rauðavatni þegar við viltumst, snérum við, fundum okkur rólegan blett og fengum okkur að borða.
Lítill var friðurinn þar sem ég þurfti endilega að tala við alla thailendingana sem voru á ferð um svæðið í leit að jurtum í matinn. Kristy var íslendingurinn, ég var útlendingurinn í viðræðunum við thailendingana.
Eftir að hafa borðað nestið fórum við í heitu pottana í Árbæjarlaug. Síðan lá leiðin niður eftir dalnum og sló ég hraðamet á leiðinni niður Rafstöðarveginn og náði 45,5 km hraða.
Ég var kominn heim um sjöleitið og ca 30 km að baki / 5 klst í góðum félagsskap.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.