29.4.2012 | 19:20
Góður hjólatúr í dag
Hjólið tekið fram eftir hádegi, töskur stilltar og annað smávegis yfirfarið. Síðan var hjólið þvegið og bónað.
Eftir kaffi var haldið af stað en eitthvað var skrítið. Stamminnn var ekki nógu vel festur og skröllti í stellinu. Skrúfaði stýrið laust, herti skrúfuna ofaná stýrinu og festi stýrið. Allt saman klappað og klárt, lítið mál.
Fór Ægissíðuna, upp Fossvogsdalinn, Elliðarvoginn, niður Vogana, Sæbrautina, miðbæinn, út á Granda, Seltjarnarnes, Gróttu, út að golfvellinum úti á Nesi og Ægissíðuna til baka.
Ýmislegt ber fyrr fyrir augu en einna helst var það Trabant sem greip athygli mína í þetta skiptið. Ekki oft sem maður rekst á slíka gæða gripi.
Stoppaði við Hjallinn úti í Gróttu og þar bauð mér kona með börnin sín í picknic meiriháttar góða möffins með kókómjólkinni. Ég þakkaði henni innilega fyrir. Fótabaðið við hjallinn var einstaklega freistandi en ég lét það vera enda ekki með handklæði til þess að þurka lúnar fætur.
Góður 30 km túr í hæglætisveðri á 2 klst og 20 mín.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.