22.4.2012 | 11:22
Hjólreiðaferð Landssamtaka Hjólreiðamanna frá Hlemmi laugardagsmorgun
Ég mætti gallvaskur vel á undan öllum öðrum enda ætlaði ég ekki að missa af þessari ferð.
Flestir voru spenntir yfir nýja hjólinu og vildu skoða. Svo var hjólinu lyft til að finna þyngdina og ég var greinilega búinn að hlaða miklu dóti á það því það þótti nokkuð þungt miðað við önnur hjól.Síðust mætti hún systir mín, hin eina og sanna Hjóla Hrönn. Hún vildi ólm prófa hjólið mitt en þar sem við vorum í þann veginn að leggja af stað frestaðist það til betri tíma.
Tíu manna hópur lagði af stað um 10:20 og hjólaði út í Íkea. Þessi ferð var frábær fyrir nýliða einsog mig og fengum við frábærar leiðbeiningar um hjólreiðar í umferðinni frá Árna fararstjóra. Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni til að hvílast. Við fengum leiðbeiningar um staðhætti og hvað bæri að varast á hverjum stað frá fararstjóranum. Einnig sköpuðust fjörugar umræður um það sem fyrir augu bar.
Ég hélt að þetta yrði ca 1 til 2 tíma ferð en þegar ég var kominn heim þá voru komnir ca 32 km á hraðamælirinn og ferðin tók fjóran og hálfan tíma. Reyndar verður að draga frá margar pásur og klukkutíma matarhlé í Íkea. Ég mæli eindregið fyrir þá sem eru að byrja að hjóla að mæta í laugardagsferðirnar og svo í þriðjudagskvöldferðirnar í sumar til að fá leiðbeiningar um hjólastíga, leikreglur í umferðinni og frábæran félagsskap.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kallinn góður :) við sjáumst vonandi á hjólastígunum við tækifæri!
Óli Jón, 23.4.2012 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.