19.4.2012 | 16:50
Samhjól Hjólreiðafélags Reykjavíkur - Sumardagurinn fyrsti 19 apríl 2012
Gleðilegt sumar. Nú átti sko að taka það!
Ég mætti tímanlega við ylströndina og þar var nokkur hópur af fólki saman kominn. Ég smellti af nokkrum myndum og eftir smá kynningu hjá formanni HFR var haldið af stað. Ég var framalega í röðinni til að byrja með en fljótlega fóru fram úr mér hinir hjólakapparnir. Þegar við vorum komin upp að Sprengisandi var einhver á eftir mér en ég búinn að missa sjónar á hópnum.
Tvisvar fór ég út af leiðnni en var fljótur að átta mig og stefnan tekin í rétta átt. Í brekkunni í Grafarholtinu var orkuþurfð í kroppnum, stoppað og tekin smá pása með vatnssopa og súkkulaðistykki. Þar náði mér síðasta hjólreiðaparið og tók pásuna með mér. Þau höfðu hjólað úr Mosó um morguninn, niður að ylströndinni og voru sem sagt að klára hringinn. Við náum rétt svo upp að Húsasmiðjunni áður en hópurinn lagði aftur af stað í átt að Nesbúðinni í gegnum Grafninginn og Mosfellsheiði.
Ég náið að hóa í hana systur mína og ná af henni mynd. Hún hrósaði mér fyrir dugnaðinn að koma og taka þátt einungis viku eftir að ég byrjaði að hjóla. Það hefði tekið hana heillangan tíma að mana sig upp í það að taka þátt í slíkum ferðum. Síðan þaut hún áfram með hópnum.
Hjóla Geiri sá sína sæng útbreidda og ákvað snúa við og fara sömu leið til baka. Ekki sjens að ég myndi geta haldið í við hópinn. Eftir góða pásu, vatn og súkkulaði var haldið aftur til baka sömu leið.
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.