Færsluflokkur: Bloggar
16.4.2012 | 12:52
Fyrsti hjólatúrinn afstaðinn
Fyrsti hjólatúrinn afstaðinn og var glimrandi sucess þrátt fyrir smá byrjunarvandræði.
Fyrst var framgjörðin smá laus þar sem mér tókst ekki að festa hana nógu vel eftir flutninginn í bílnum heim úr hjólabúðinni þar sem hjólið var keypt. Svo var ég kominn á fulla ferð og þá kunni ég ekki að skipta um gír en það kom strax með smá puttapoti. Svo ákvað ég að setja meira loft í dekkin niður á bensínstöð og það gekk vel nema að þá losnaði framhjólið aftur. Við baukið að festa það, þá færðist hraðamælirinn til á stammanum og segullinn á teininum líka. Smá vesen að koma þeim báðum aftur á sína staði. Þá hringsnérist hraðamælirinn á stýrinu og lafði niður. Ekkert mál að festa hann betur með því að herða strapp ólina.
Svo datt frambrettið af...ha...já, það er fest í stammann með plast dóti sem losnaði. Eftir fyrstu skoðun sýndist mér þenslutappinn vera öfugur í. Ég ætlaði að laga það enda taldi ég mig færan í flestan sjó með viðgerðarsett. Já, takk fyrir, þegar 100 hlutum er troðið í smá plast stykki þá verður eitthvað að vera skorið niður og það kom í ljós að skrúfan var of langt inni í rörinu til að sexkanturinn næði alla leið. Brettið fékk því að dúsa á böglaberanum restina af leiðinni.
Töskur og meiri töskur hugsaði ég um leið og ég fór að týgja mig af stað. Látum okkur sjá, GSM sími, lyklar, veski, viðgerðarset, svissneskur vasahnífur, felguþrælar, bætur, myndavél og eitthvað fleira smávægilegt en enginn staður til að geyma allt þetta á. Jæja, sumt í vasana, annað í litla hakktöslu sem reyndar fór á bögglaberann. Svo bættist við frambrettið góða.
Nú var haldið af stað frá bensínstöðinni út eftir Ægissíðunni enda borgar sig að byrja á vernduðum hjólastígum til að byrja með. Leiðin er ljómandi skemmtileg enda töluvert af fólki á gangi, hlaupum og hjólandi. Margir áningarstaðir eru á leiðinni og ég sá ekki betur en að það væri kaffishús opið hjá Háskólanum í Reykjavík. Ég tók nokkrar pásur í túrnum og tók nokkrar myndir. Markmiðið var að hjóla ca 10 km til að prufa hjólið og fæturna. Allt gékk að óskum og hámarkshraða uppá 42 km var náð á bakaleiðinni og heildarvegalengdin var 11,5 km.
Fyrst var framgjörðin smá laus þar sem mér tókst ekki að festa hana nógu vel eftir flutninginn í bílnum heim úr hjólabúðinni þar sem hjólið var keypt. Svo var ég kominn á fulla ferð og þá kunni ég ekki að skipta um gír en það kom strax með smá puttapoti. Svo ákvað ég að setja meira loft í dekkin niður á bensínstöð og það gekk vel nema að þá losnaði framhjólið aftur. Við baukið að festa það, þá færðist hraðamælirinn til á stammanum og segullinn á teininum líka. Smá vesen að koma þeim báðum aftur á sína staði. Þá hringsnérist hraðamælirinn á stýrinu og lafði niður. Ekkert mál að festa hann betur með því að herða strapp ólina.
Svo datt frambrettið af...ha...já, það er fest í stammann með plast dóti sem losnaði. Eftir fyrstu skoðun sýndist mér þenslutappinn vera öfugur í. Ég ætlaði að laga það enda taldi ég mig færan í flestan sjó með viðgerðarsett. Já, takk fyrir, þegar 100 hlutum er troðið í smá plast stykki þá verður eitthvað að vera skorið niður og það kom í ljós að skrúfan var of langt inni í rörinu til að sexkanturinn næði alla leið. Brettið fékk því að dúsa á böglaberanum restina af leiðinni.
Töskur og meiri töskur hugsaði ég um leið og ég fór að týgja mig af stað. Látum okkur sjá, GSM sími, lyklar, veski, viðgerðarset, svissneskur vasahnífur, felguþrælar, bætur, myndavél og eitthvað fleira smávægilegt en enginn staður til að geyma allt þetta á. Jæja, sumt í vasana, annað í litla hakktöslu sem reyndar fór á bögglaberann. Svo bættist við frambrettið góða.
Nú var haldið af stað frá bensínstöðinni út eftir Ægissíðunni enda borgar sig að byrja á vernduðum hjólastígum til að byrja með. Leiðin er ljómandi skemmtileg enda töluvert af fólki á gangi, hlaupum og hjólandi. Margir áningarstaðir eru á leiðinni og ég sá ekki betur en að það væri kaffishús opið hjá Háskólanum í Reykjavík. Ég tók nokkrar pásur í túrnum og tók nokkrar myndir. Markmiðið var að hjóla ca 10 km til að prufa hjólið og fæturna. Allt gékk að óskum og hámarkshraða uppá 42 km var náð á bakaleiðinni og heildarvegalengdin var 11,5 km.
Bloggar | Breytt 19.4.2012 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hjóla-Geiri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar