Þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins 1 maí 2012

Hjóla Hrönn fararstjóri og Hjóla Geiri voru mætt tímanlega við Grasagarðinn / Fjölskyldu og húsdýragarðinn í fyrstu þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins 1 maí 2012.  Haldið var af stað 19:30 með um 20 manna hóp og hjólað á hraða sem henntaði öllum upp í Elliðarárdal, niður Fossvoginn og út eftir Ægissíðunni.  Nokkur stopp voru á leiðinn til þess að þjappa hópnum saman.  Ferðin endaði í klúbbhúsinu í vöffluveislu sem er árlegur viðburður til þess að halda uppá fyrstu þriðjudagsferð ársins.

DSC02173 

 

DSC02174 

 

DSC02177 

DSC02179 

DSC02187 

Hjóla Geiri 


Góður hjólatúr í dag

Grótta - fótabað

Hjólið tekið fram eftir hádegi, töskur stilltar og annað smávegis yfirfarið.  Síðan var hjólið þvegið og bónað. 

Eftir kaffi var haldið af stað en eitthvað var skrítið.  Stamminnn var ekki nógu vel festur og skröllti í stellinu.  Skrúfaði stýrið laust, herti skrúfuna ofaná stýrinu og festi stýrið.  Allt saman klappað og klárt, lítið mál.

Fór Ægissíðuna, upp Fossvogsdalinn, Elliðarvoginn, niður Vogana, Sæbrautina, miðbæinn, út á Granda, Seltjarnarnes, Gróttu, út að golfvellinum úti á Nesi og Ægissíðuna til baka.

Ýmislegt ber fyrr fyrir augu en einna helst var það Trabant sem greip athygli mína í þetta skiptið.  Ekki oft sem maður rekst á slíka gæða gripi.

Stoppaði við Hjallinn úti í Gróttu og þar bauð mér kona með börnin sín í picknic meiriháttar góða möffins með kókómjólkinni.  Ég þakkaði henni innilega fyrir.  Fótabaðið við hjallinn var einstaklega freistandi en ég lét það vera enda ekki með handklæði til þess að þurka lúnar fætur.

Góður 30 km túr í hæglætisveðri á 2 klst og 20 mín.

Trabant

Hjóla-Geir í Pásu við Sæbrautina


Hjólreiðaferð Landssamtaka Hjólreiðamanna frá Hlemmi laugardagsmorgun

Sjálfsmynd á Hlemmi

Ég mætti gallvaskur vel á undan öllum öðrum enda ætlaði ég ekki að missa af þessari ferð.

Flestir voru spenntir yfir nýja hjólinu og vildu skoða. Svo var hjólinu lyft til að finna þyngdina og ég var greinilega búinn að hlaða miklu dóti á það því það þótti nokkuð þungt miðað við önnur hjól.

Síðust mætti hún systir mín, hin eina og sanna Hjóla Hrönn. Hún vildi ólm prófa hjólið mitt en þar sem við vorum í þann veginn að leggja af stað frestaðist það til betri tíma.

Tíu manna hópur lagði af stað um 10:20 og hjólaði út í Íkea. Þessi ferð var frábær fyrir nýliða einsog mig og fengum við frábærar leiðbeiningar um hjólreiðar í umferðinni frá Árna fararstjóra. Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni til að hvílast. Við fengum leiðbeiningar um staðhætti og hvað bæri að varast á hverjum stað frá fararstjóranum. Einnig sköpuðust fjörugar umræður um það sem fyrir augu bar.

Ég hélt að þetta yrði ca 1 til 2 tíma ferð en þegar ég var kominn heim þá voru komnir ca 32 km á hraðamælirinn og ferðin tók fjóran og hálfan tíma. Reyndar verður að draga frá margar pásur og klukkutíma matarhlé í Íkea. Ég mæli eindregið fyrir þá sem eru að byrja að hjóla að mæta í laugardagsferðirnar og svo í þriðjudagskvöldferðirnar í sumar til að fá leiðbeiningar um hjólastíga, leikreglur í umferðinni og frábæran félagsskap.

Árni fararstjóri 

Hress hópur ferðafélaga

Hjóla Geiri með CUBE fákinn


Samhjól Hjólreiðafélags Reykjavíkur - Sumardagurinn fyrsti 19 apríl 2012

Gleðilegt sumar. Nú átti sko að taka það! 

Ég mætti tímanlega við ylströndina og þar var nokkur hópur af fólki saman kominn.  Ég smellti af nokkrum myndum og eftir smá kynningu hjá formanni HFR var haldið af stað.  Ég var framalega í röðinni til að byrja með en fljótlega fóru fram úr mér hinir hjólakapparnir.  Þegar við vorum komin upp að Sprengisandi var einhver á eftir mér en ég búinn að missa sjónar á hópnum.

Tvisvar fór ég út af leiðnni en var fljótur að átta mig og stefnan tekin í rétta átt.  Í brekkunni í Grafarholtinu var orkuþurfð í kroppnum, stoppað og tekin smá pása með vatnssopa og súkkulaðistykki.  Þar náði mér síðasta hjólreiðaparið og tók pásuna með mér. Þau höfðu hjólað úr Mosó um morguninn, niður að ylströndinni og voru sem sagt að klára hringinn.  Við náum rétt svo upp að Húsasmiðjunni áður en hópurinn lagði aftur af stað í átt að Nesbúðinni í gegnum Grafninginn og Mosfellsheiði.

Ég náið að hóa í hana systur mína og ná af henni mynd.  Hún hrósaði mér fyrir dugnaðinn að koma og taka þátt einungis  viku eftir að ég byrjaði að hjóla.  Það hefði tekið hana heillangan tíma að mana sig upp í það að taka þátt í slíkum ferðum.  Síðan þaut hún áfram með hópnum.  

Hjóla Geiri sá sína sæng útbreidda og ákvað snúa við og fara sömu leið til baka.  Ekki sjens að ég myndi geta haldið í við hópinn. Eftir góða pásu, vatn og súkkulaði var haldið aftur til baka sömu leið.  

 DSC02096

DSC02101 

Hjóla Hrönn systir 

DSC02119 

DSC02120 


Fyrsti hjólatúrinn afstaðinn

Hjóla-Geiri stoltur með nýja hjóliðFyrsti hjólatúrinn afstaðinn og var glimrandi sucess þrátt fyrir smá byrjunarvandræði.

Fyrst var framgjörðin smá laus þar sem mér tókst ekki að festa hana nógu vel eftir flutninginn í bílnum heim úr hjólabúðinni þar sem hjólið var keypt. Svo var ég kominn á fulla ferð og þá kunni ég ekki að skipta um gír en það kom strax með smá puttapoti. Svo ákvað ég að setja meira loft í dekkin niður á bensínstöð og það gekk vel nema að þá losnaði framhjólið aftur. Við baukið að festa það, þá færðist hraðamælirinn til á stammanum og segullinn á teininum líka. Smá vesen að koma þeim báðum aftur á sína staði. Þá hringsnérist hraðamælirinn á stýrinu og lafði niður. Ekkert mál að festa hann betur með því að herða strapp ólina.

Svo datt frambrettið af...ha...já, það er fest í stammann með plast dóti sem losnaði. Eftir fyrstu skoðun sýndist mér þenslutappinn vera öfugur í. Ég ætlaði að laga það enda taldi ég mig færan í flestan sjó með viðgerðarsett. Já, takk fyrir, þegar 100 hlutum er troðið í smá plast stykki þá verður eitthvað að vera skorið niður og það kom í ljós að skrúfan var of langt inni í rörinu til að sexkanturinn næði alla leið. Brettið fékk því að dúsa á böglaberanum restina af leiðinni.

Töskur og meiri töskur hugsaði ég um leið og ég fór að týgja mig af stað. Látum okkur sjá, GSM sími, lyklar, veski, viðgerðarset, svissneskur vasahnífur, felguþrælar, bætur, myndavél og eitthvað fleira smávægilegt en enginn staður til að geyma allt þetta á. Jæja, sumt í vasana, annað í litla hakktöslu sem reyndar fór á bögglaberann. Svo bættist við frambrettið góða.

Nú var haldið af stað frá bensínstöðinni út eftir Ægissíðunni enda borgar sig að byrja á vernduðum hjólastígum til að byrja með. Leiðin er ljómandi skemmtileg enda töluvert af fólki á gangi, hlaupum og hjólandi. Margir áningarstaðir eru á leiðinni og ég sá ekki betur en að það væri kaffishús opið hjá Háskólanum í Reykjavík. Ég tók nokkrar pásur í túrnum og tók nokkrar myndir. Markmiðið var að hjóla ca 10 km til að prufa hjólið og fæturna. Allt gékk að óskum og hámarkshraða uppá 42 km var náð á bakaleiðinni og heildarvegalengdin var 11,5 km.


« Fyrri síða

Um bloggið

Hjóla-Geiri

Höfundur

Geir Harðarson
Geir Harðarson
Geir hjólar og hjólar!

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Talað í síman á fullri ferð
  • Radison Blu býður uppá hjól
  • Finndu eitt hjól á þessari mynd
  • IMG_7277
  • Áhugaverð hjólafesting

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband